Íslenski boltinn

Blikar einu stóru skrefi nær því að fá næstum því hálfan milljarð frá UEFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Blikar eru mögulega að ná sögulegum árangri í Evrópukeppninni.
Blikar eru mögulega að ná sögulegum árangri í Evrópukeppninni. Vísir / Diego

Breiðablik vann 1-0 sigur á Struga í Norður Makedóníu í umspili Sambandsdeildar Evrópu í gær sem eru frábær úrslit og gott veganesti inn í síðari leikinn í Kópavogi í næstu viku.

Takist Blikum að klára dæmið í seinni leiknum tryggir liðið sér ekki aðeins sögulegan árangur í íslenskum fótbolta heldur einnig væna peningaupphæð í kassa gjaldkerans.

Komst Breiðablik í riðlakeppni fyrst íslenskra lið þá er félagið öruggt með 3,4 milljónir evra fyrir tímabilið í Evrópu. Það gera um 489 milljónir íslenskra króna.

Breiðablik getur einnig komist í meiri pening og ekki aðeins með því að komast upp úr riðlinum. Liðið getur hækkað þessa upphæð með því að ná góðum úrslitum í riðlinum.

Blikar hafa auðvitað þegar unnið sér inn pening fyrir þá níu leiki sem liðið hefur spilað í Evrópu í sumar.

Liðið fær síðan 2,94 milljónir evra fyrir það eytt að komast í riðlakeppnina. Það eru um 423 milljónir króna.

Í viðbót við það geta Blikar síðan unnið sér inn 500 þúsund evrur, um 72 milljónir, fyrir hvern sigurleik og 166 þúsund evrur, um 24 milljónir króna, fyrir hvern jafnteflisleik.

Einn sigurleikur og tvö jafntefli í riðlinum gætu sem dæmi, skilað Blikum 832 þúsund evrum eða rúmlega 119 milljónum í viðbót.

Það eru síðan 650 þúsund evrur í boði fyrir sigur í riðlinum og 325 þúsund fyrir að ná öðru sætinu.

Auðvitað þurfa Blikar að klára seinni leikinn á móti Struga fyrsta en gjaldkeri félagsins ætti að geta brosað út að eyrum takist það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×